Dreifnám

Heimilisfang: Klappastígur 4, nh. 530 Hvammstanga.

Sími : 455-2419
Netfang: fnv@fnv.is
Heimasíða: http://www.fnv.is
Umsjónarmaður: Rakel Runólfsdóttir rakel@fnv.is

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra starfrækir framhaldsdeild á Hvammstanga.

Nemendur geta stundað dreifnám við FNV frá Hvammstanga. Markmiðið er að nemendur geti lokið almennum greinum iðnbrauta og kjarnagreinum stúdentsbrauta í heimabyggð. Nemendur í dreifnámi taka þátt í öllum helstu viðburðum og ferðalögum á vegum skólans.

Nemendur í dreifnámi eru hluti af nemendahópum í FNV. Öll kennsla fer fram gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki og eru kennarar staðsettir þar.  Kennarar setja inn efni á samskiptavefinn Moodle og nemendur skila verkefnum og sumum prófum þar í gegn. Nemendur í dreifnámi taka öll próf á Hvammstanga. 

Nemendur dreifnáms mæta í upphafi annar í skólann á Sauðárkróki og hitta kennara og stjórnendur. Alls eru 3-4 staðlotur á hverri önn, vika í senn.  Staðloturnar eru mikilvægar, en markmiðið með þeim er að tengja saman nemendur og kennara. Auk þess hafa nemendur þá tækifæri til að taka þátt í félagslífi í stærra skólaumhverfi. Viðburðir hjá nemendafélaginu ráðast af dagsetningum staðlotanna, þannig að nemendur dreifnáms nái að taka þátt í stærstu viðburðum vetrarins. Ferðatilhögun hefur verið á þann veg að nemendur koma með strætó á sunnudagskvöldi og eru á heimavist FNV í fæði og húsnæði og fara svo einnig til baka með strætó á föstudegi eða laugardegi eftir atvikum. Á þessum dögum taka nemendur þátt í hefðbundnum kennslustundum, en geta auk þess nýtt sér þjónustu kennara í verkefnavinnu og einnig nota kennarar þessa tíma ef um verklega þætti er að ræða eða annarskonar vinnu sem betra er að hafa nemendur á staðnum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?